Lyngrosin

Lyngrósin

             Ljóðastafir í lofti leika        -      Ljóðin mín      
                                                    

 

Að vakna.

Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.

Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.

 

Afl

Regn og vindur, vasklega vinna
vekja von, er stöðnun finna.
Í burtu blása, brostna drauma
og döggva á ný, lífssins strauma.

 


 

Allsstaðar

Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.

Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast. 

 

Andartakið

Út um móa og mela
er gott að kyssa og kela.
Kyrrðina rífur fuglakvak,
himininn er náttúrulegt þak.

Höfugur ilmur af jörðu stígur
andartakið um líkamann smýgur.
enginn orð, fá því lýst
lukkunni, sem sálinni hlýst.

 


 

Ástin.

Dásemd dulin, dvelst í þér
vakin verður, einstök er.
Þrunginn þokki, ástareldur
loginn ljómar, í þig heldur.

Hlusta skalt á hjarta þitt,
hverfulleiki getur þér hitt.
Huga vel að vali þínu
saman gangið, á lífsins línu.

 

 

Ástin er...

ástin er heit

ástin er köld

ástin er sæt

ástin er súr

 

ástin er mjúk

ástin er hörð

ástin gefur

ástin tekur

 

ástin er birta

ástin er myrkur

ástin blómstrar

ástin fölnar

 

ástin er sæla

ástin er sorg

ástin er gleði

ástin er kvöl

 

ástin er einföld

ástin er margþætt

ástin fagnar

ástin hafnar

 

ástin er réttlát

ástin er ranglát

ástin elskar

ástin hatar.

 

ástin er von

ástin er ótti

ástin nærir

ástin særir.

 

ástin er líf

ástin er dauði

ástin er allt

ástin er ekkert

 

 

Augnablikið

  

Fegurðin i öllu býr

allstaðar, er hana að finna.

Eins og blóm að birtu snýr

þú, sálinni, þarft að sinna.

 

Augnabliksins njóta skal

er sólin skín um fjallasal.

Finna takt í náttúrutónum

njóta lita í öllum blómum.

 

Fiðrildi fagurt, gaukur hlær

blíður blærinn, sólgylltur sær.

Seiðandi söng, lóu á lyngi

ljúflega er, sem hjartað syngi.

 

 

 

Bjarmi

 

Bjarma bregður á himnahlið

himneskum hreinleika, leggðu lið

Ljúflega leyfðu leiftri þínu

þannig að skarta ljósi sínu.

 


Daggardropinn.

Daggardropinn tær og fagur
fellur af himni, er endar dagur.
Dansandi hjúpar heitan svörð,
svalar og nærir lífsins jörð.


 

 

Dagurinn

 

Er dagurinn vaknar

hann einskins saknar.

Sorgir gærdags, eftir lætur

í faðm hverrar nætur.

 

 

Draumurinn.

Kemur kvöld, er hallar að degi
dásemd það er, satt það segi.
Svífandi um í draumalöndum,
frelsisfjötra leysi úr böndum.

Ber mig um víðann völl
veröld vitja, kot og höll
Hafið hitti, upp fjallið fór
farkostur minn, er vængjaður jór.

 

 

Dýrin mín

 

Á  Lyngbænum, í litlum lund

ljúft mér líkar, með minn hund.

Þar hestana hef og köttinn káta

þau kyrrð, en kæti mér eftirláta.

 

 

Fall Fiðrings

 

Ljúflingurinn lífsglaði, liggur nú nár

nöturlega í náttmyrkri, hlaut sín banasár.

Blindaður af bílljósum á veginum stóð.

Á sekúntubroti, slökknaði lífssins glóð.

 Gæðinginn góða, við grátum nú öll

menn og hestar um víðan völl.

Vænlega vininn, ei lengur sjáum

fyrr en á himnavöllunum háum.

 Hestinn átti lítil ljós mær

milli þeirra, tenging svo kær.

 

(Fiðringur var sonur ættmóðir hrossana okkar, Skottu frá Velli, Hvolhreppi og var ári eldri en yngri dóttir mín Kolbrún Ósk og ólust þau upp saman og urðu miklir vinir og félagar. Draumur hennar rættist þegar hún fékk hann loksins í fermingargjöf og hann var orðinn hennar reiðhestur og gæðingur. Hann féll þá um haustið og var það mikið áfall okkur öllum, hvernig það bar að og mikill söknuður í hjörtum okkar allra, sem þekktum hann)

 

 

Folaldsfimi

 

 

Lífsglöð Lukka leikur sér

skjótt og létt á fæti

Fimlega fer um þúfur hér

hoppar af gleði og kæti.

 

 

Frelsarans máttur

 

Heimsmóðirn bjarta, svo hugljúf og kær

guðlegan son sinn, með augun svo skær.

Hún fæddi í lágreistu húsi við klett

og í jötu litla, hann lagði nett.

 

Jesus, sem upprætir mannanna mein

mikilfengleg stjarnan á hann skein.

Sendur í heiminn af þeim Æðsta sem er

frið, kærleik og fyrirgefning boða á hér.

 

Þegar þú uppgvötar Frelsarans mátt

þú lifa vilt í kærleik og sátt.

Ekkert framar bugað þig getur

allt þitt traust á Hann setur.

 

Hann leiðir þig í lífsins ólgu sjó

Hann sem á krossinum, fyrir þig dó.

Hann tilbúinn er, að taka byrði þína

og leggja hana við sína.

 

 

Frelsisvon.

Hugarvíl, þraut og pínu
er að finna á lífsins línu
Líka þrótt og viljafestu
og frelsisvon hina mestu.

 

 

Friður.

Þegar ró og næði ég fæ.
færist hugur, frá borg og bæ.
Blíðlegur blær um kinn strýkur,
sæluunað hjartað hlýtur.

Friður yfir mig færist
í náttúrunni, andinn nærist.
Nálægð æðri afla skynja
strengir stillast, saman dynja.

Hljómkviða alheims í öllu er,
litirnir líka tengjast hér.
Átakalaust fuglinn flýgur,
frjókorn uppúr moldu smýgur.

Fyrir öllu er faglega er séð
skarplega Skaparinn, tekur allt með.
Frá minnstu eind til stæðstu stjarna,
eyðimerkur-sanda og freðmýrar-hjarna.

Hlutverkin eru, að snúa lífshjólin,
lífsorku í té lætur, sjálf sólin.
Sálarljós í kjarna alls býr
og kærleiksaflið öllu snýr.

 

 

Frosthiti.Sem glitrandi gimsteinabreiða
sjá glampa á hrímhvíta fold
slík fegurð frá hafi til heiða
hitar huga, en kælir hold. 

 

Frost Roses.

Frost roses in a window
come when temperature is low.
You just sit there
and watch in it slow.

A world full of fairy-tale
encourages you to go.
Into magical places
let your imagination flow.

Your journey will take you
on the charming move.
Into the world
you have never knew

As the moonlight come near
like a beautiful chrystal clear.
Is the frost roses in rime,
natures art you enjoy this time.

 

 

Fræ hugans.

Í rökkrinu, rætur hugans ligga,
líf, sem ljósið vill þiggja.
Þráin ein, þroskan fram færir
fegurð fyrirheita, rótina nærir.

Nálægð, nærveru leyndardóm
leiðir til lykta, innsta róm.
Réttilega, rótar- angana gefur,
Guðdómurinn sem aldrei sefur.

Smáfræ svo vaxa, sprotunum á
ákaft svo áfram, í þrískiptri þrá.
Í þögninni, þroskast fræið best,
brátt það vaknar og vöxtur hefst.

Veröldin vakir, tengingin tær
trú og traust í farveginn ljær.
                                              Ljóssins ljómi, frelsi gefur                                                        
góðvild í hjarta og veginn vefur.

 

 


 

 

 

Fæðing nýs lands á Fimmvörðuhálsi

 

20 mars tvöþúsund og tíu

í titrandi tjáningu hóf að nýju

 Eyjafjallajökull, að spúa eldi.

 endurvakinn, síðla að kveldi.

 

 Kvöldroði hins nýlega mána

 minnkaði, er loft fór að grána.

 Gosmökkurinn á vorjafndægri,

 vöðlast um til vinstri og hægri.

 

 Krafturinn undir kraumar og mallar

máttugur mjakast, á logann kallar.

 Klofnar þá jörðin við jöklana rönd

 rösklega rifna bergssins bönd.

 

Brátt ber við himinn bjartan bjarma

 breyting er á staðhættis sjarma.

 Snarbrattir klettar, klungur og gil

 glóa við eldgossins sjónarspil.

 

 Snævi þakta jöklanna jörð

 jarðeldar breyta í svartan svörð.

 Sökkla nýsköpunar, þó má sjá

 snarplega stækka, Fimmvörðu á.

 

Ásýnd átthaga, eldstöðva verk

 vísindamönnum þykja merk.

 Mörgum öðrum einnig líkar

 loga leiftra og hamfarir slíkar.

 

 Sjónarsviðið  sjóðheitt  brennur

bylgjast  áfram, hraunið rennur.

 Reykjabólstar til himins berast,

 brak og brestir, mikið að gerast.

 

 Gætilega gestir, vanda skulu spor

 stafað getur hættu, ef heillar þor.

 Þroska skal sýna og virða ráð

 rými víðu, vel sé að gáð.

 

(elgos á Fimmvörðuhálsi 20 mars 2010-13 apríl 2010)

 

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/47974/

  

 

Eyjafjallajökull - eldgos  

 

Eyjafjallajökull photo Landhelgisgæslan 

  photo Eyjafjallajökull - National Geographic

 

Forynjur og fépúkar

 

Skrattakollur eða skessa ljót

 læðast nú með eld og grjót.

 Gæfuleg eru ekki er að sjá

 skökk og skæld ásjónu á.

 

 Á sig minna um veröld alla

 er anda frá sér gjósku salla.

 Sem stakkaskiptum sífellt tekur,

torveldar sýn og jörðina þekur.

 

 Þröngvuðu sér úr möttli jarðar

 jöklana skóku, hríðar harðar.

 Hreinsunareldur upp nú rís

 ræskir sig er jökullinn gýs.

 

 Göng nú opnast upp á gátt

 gos nú minnir á náttúru mátt.

 Melta mun forynjur og fépúka

 fláræði og svikum nú skal ljúka.

  

Ljósgeislar ljóma um landið síðar

smán saman grænka og gróa hlíðar.

 Hæðir, hólar og vatnsföllin fögur

                                           fönguleg færast í Íslands sögur.

 

  

photo Rax  

  

                             (eldgos í Eyjafjallajökli 14 apríl 2010-23 mai 2010)

 

 

Gamli bærinn.

Út við bláan, bjartan sæinn
heimsótti ég, gamla bæinn.
Gekk með staf og lúna hönd
um átthagana, æsku lönd.

Stirð var mjöðm, er kom í hlað
sjá burstir fallnar, foldu að.

Áður fyrr, hann styrkur stóð
steina sjálfur í hann hlóð.
Öldungar báðir, orðnir erum
ellihrumleikann, á okkur berum.

Æskuljóminn, af okkur áður lýsti
og laglega húsið, mig ungan hýsti.
Líf og fjör, hlátur og grátur,
gras slegið og sett í sátur.

Hani á hlaði, hross í haga
fullt af verkum, alla daga.
Þakka nú fyrir, öll þessi ár
þrautir, þroska og hamingjutár.

Lík ég lífsgöngunni brátt,
þreyttur er orðinn, kveð í sátt.
Ég hvíldinni fagna, heima er best
nú kvöldið er komið, sólin sest.

 

 

Gjöfin.

Að sofna við ljúfan lækjarnið,
lækkandi sól og fugla klið.
Siðla kvölds, með elsku sinni
seint það líðast, mun úr minni.

Í faðmi náttúrunnar,
mætast mjúkir munnar.
Undursamleg ástin er,
ein fegursta gjöf í lífi hér

 

 

Gullna barnið.

Með söknuði í hjarta
ég tala við þig.
Englabarnið mitt bjarta
og finn hvernig þú umvefur mig.

Mörg voru tárin tregafull
er ég þurfti þig að kveðja.
En ég veit að sál þín er sem gull
og sífellt þú reynir mig að gleðja.

Glettni og lífsgleði auðkenna þig
finn ég er þú kemur.
Leikandi létt í kringum mig
lífsleiða og depurð hemur.

Kannski seinna þú kennir mér
kærleiksorðið að boða.
Birtan bjarta fylgi þér
inn í himneskan roða.

 

 

Heyrnin.

Er regnið, rennur rúðu á
gott er að geta legið þá.
Hlusta á dropa, detta á þak
þakka heyrn og breiða yfir bak.

Ef hlustað getur, á náttúruhljóð
hljómar óma, sem ljúfustu ljóð.
Læknandi mátt, hjartanu gefur
gjafmildi lífsins, aldrei sefur.

 

 

Hjarnið

 

Hjarnið hvíta, hylur mold

möttul magnar, fagurt fold.

Formast myndir margar þá

í þjóðtrúnni, sem muna má.

 

 

Í öllu sem lifir.


Við sjóndeildarhringinn himininn logar
logagylltan bjarma á skýin slær.
Og regnbogalitina til sín sogar
jörðin, sem er okkur svo kær.

Móðir Jörð sem allt hefur að gefa
sem við ætíð þörfnumst hér.
Hún fædir, klæðir og umvefur alla
sem sannleikann skynja og til hennar kalla.

Í hjarta hvers manns var fræi sáð
og öll sú vitneskja, ef að er gáð.
Sem hver og einn þarfnast hverju sinni
í hlutverki sínu í lífsgöngunni.

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð
áhrif hefur á alheim og jörð.
Í öllu sem lifir er lífsins eldur
frá Almættinu sem um okkur heldur

 

 

Íbúð óskast

 

Kennaraháskóla-nemendamær

bráðvantar íbúð, helst í gær.

Róleg, reglusöm og skilvís er

samband hafðu, síminn er hér ;

 

 

Kaffibollinn

 

Kaffið úr bolla bláum

bjargar deginum gráum

Göfgar ljúft, á alla lund

löngun vekur víf í sund.

 

 

Kári og Katrín

 

Þegar með látum, Kári kemur

í kolamyrkri og húsið lemur.

Lúin hún Katrín, kósý vill liggja

líkamann hvíla og kakó þiggja.

 

Þrýsting í höfði, losnar við

vöðvaþreytu og verk í lið.

Listræna ljúfan, sem sólhatt á

sætan sófa og nú sjónvarp að sjá.

 

Alsæl og agndofa finnur um stund

er skjássins skermir, léttir lund

og ljúflega loga svo kertin skært

stund undir teppi, hún sofnar vært.

 

Svífur svo í hörpunnar hljómi

hugarvitund í blómstrandi blómi.

Bylgjuómarnir birtuna vefa,

vekja von og lækningu gefa.

 

 

Kærleiksrósin

Kærleiksrós í hjarta hvers býr

brennandi ljóssins loga knýr.

Kyndilberi þeirra geisla glóða,

sem glitra á hvern vegaslóða.

 

Lát ljós þitt skína.

Lýstu upp myrkrið, lát ljós þitt skína
þá mun þér um hjartaræturnar hlýna.
Tendrast á ný þinn lífsins eldur
sem kvöl og svartnætti var ofurseldur.

Lítill neisti sem að báli verður
svo björtu, af Almættinu gerður.
Sem lýsa mun þér á lífsins vegi
jafnvel að nóttu sem og degi.

Kraftur og lífsgleði þér mun sýna
ljós, sem aldrei aftur mun dvína.
Himnafaðirinn son sinn þér sendi
Frelsarann, sem heldur um þína hendi.

Þú sérð ekki ef hugurinn er svartur
að við hlið þér gengur vinur bjartur.
Í gegnum gleði og hverja þraut
Hann lýsir þér á lífsins braut.

Leiðsögn.

Kæri Faðir þakka ég þér
allar þær gjafir sem færir þú mér.
Í þeim felast lífsins gildi
gefnar í þinni Guðdómlegu mildi.

Mitt er að uppgvöta sannleikann í þeim
sem marka mín spor til ljóssins heim.
Þar er að finna leiðbeiningar allar
sem hugur, sál og líkami til kallar.
 

 

Light Bearer. 

 

One beautiful morning it came clear to me
our purpose in life and earthly view to see.
Our Creator from Heaven gives us the spark
which is light, secretly hidden in our heart.

Mankind will continue bleeding
as long as we are unconsciously sleeping.
All disunion and terrors of war
we ourselves, are responsible for.

Society’s abuse, greed and conflict in race
and religious wars are not the right pace.
As soon as we awake to awareness of truth
the beauty of charity we teach to our youth.

Love and forgiveness have such power
more than anyone will ever know.
Healing, embracing everyone in serenity
every little grain has its role in eternity.

Listen to our secretly heart hidden spark
It is our guiding light from the dark.
In it, is the power of peace, the bearer of truth
which connects to the Almightiness sleuth.
 

 

Litla rósin

 

Vonina vekur lífsins ljós

lokkar og umvefur litla rós,

sem reisir sig úr rökkva í yl

og ilmandi lokar óttans hyl.

 

Hrakin var af lífsins vegi

og visnandi lá á þeim degi,

er daggardropi sendur var

vonina aftur til hennar bar.

 

Bjarmi lífs frá himnaþaki

hennar höfga endurvaki,

eilífur faðir, gjöfull gefur

lífsaflið aftur rósin hefur.

 

Hennar rætur rósemd fundu

fegurð lífsins aftur mundu.

myrksins ótta, þján og þraut

þróttur vonar, vék á braut.

 

Bænheyrð var hún, litla rós

rís hún aftur, vitund ljós

löngun hennar, nú lýsir bjart

bjargræði öðrum, ef líf er svart.

 

 

 

Lífsgleði.

Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.

Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú

Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.

Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.

Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.

Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.

Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.

 

 

Lífsneistinn.


Í brjóstinu logar lífsins ljós
sem viti um niðdimma nótt.
Leitandi, örmagna þú getur það sótt
við fótskör Frelsarans, kærleikans gnótt.

Lát trú, von og kærleik kenna þér
að lifa og njóta í lífsgleði hér.
Lát fjötrana falla, sem þjaka þig
mannanna raunir, Hann tekur á sig.

Frelsarinn okkar, sem umvefur alla
þú aðeins, þarft á Hann að kalla.
Hann ljósið þitt aftur, tendrar á ný
sem lýsir þér út úr þrautar lífsins dý.

Af löngum svefni Hann vekur þig
og býður þér að ganga, til liðs við sig.
Svo loginn, sem Almættið gaf þínu hjarta
lýsi þér leiðina heim, til ljóssins bjarta.

 

 

Lífsganga

                                               Kæri vinur, komdu til mín

kærleiksfullur, glaður.

Hugur minn leitar, ætíð til þín

minn elskulegi maður.

 

Gæfan stundum hverful er

hér í þessum heimi.

En ávallt stend ég, við hliðina á þér

loforði ekki ég gleymi.

Í upphafi ákváðum að standa þétt

í lífsins þrautargöngu.

Að takast á við þungt og létt

og eyða saman ævikvöldi löngu.

 

Fjármálaáhyggjur, streð og þraut

hafa að okkur vegið.

Leysum upp þá erfiðu braut

svo aftur við getum hlegið.

 

Bakkus læddist hljótt að þér

þú hallaðir höfði að honum.

En eiturörvar hrukku frá mér

og beindust sumar að konum

.

Í veikleika mínum, þú þoldir ei mig

ég bar upp á þig lognar sakir.

Um fyrirgefningu, nú ég bið 

                                          og að þú, í sátt mig takir. 

 

En þú verður líka að taka þig á

  bakkus verður að víkja.

  Vertu sá maður, er fyrrum ég sá

  ekki lengur mig svíkja. 

 

  Við megum ekki tapa leið

  finnum ástina björtu.

  Við erum bæði af sama meið

  tengjum því aftur hjörtu.

 

  Trú von og kærleik við ætluðum að

  hafa að leiðarljósi.

  Látum okkur takast það

  svo hjörtun ekki frjósi.

 

  Dýrmætar perlur,við brjóst okkar búa

  börnunum okkar,við skulum að hlúa.

  Drauma við áttum, þeim til handa

  vegvísinn þeirra skulum því vanda.   

 

  Ást og kærleikur hafa þann mátt

  meir en nokkurn mun gruna.

  Græðandi, umvefur, alla í sátt

  og eftir því skulum við muna.

 

 

Ljóðastafir

 

Ljóðastafir í lofti leika

Léttstígir, um hugann reika.

Rólegt minnið, lætur mig strita

svo nái ég, þau fram að rita.

 

 

 

Lukka frá Lyngbæ

 

 

 Á Lyngbæ, í loga himnabláma,

blíðum blæ og nýjum mána.
Meðgöngu lauk hjá Yrju minni
er móðurleg mætti dóttur sinni.

Svo fagurrauðri með hvíta sokka
skjóttan feld og sveipfagra lokka.
Leyndist líka, stjarna á enni
alveg eins og hjá ömmu henni.

Heilluð ég horfði á nýkviknað ljós
lukkan mér færði, langþráða rós.
Þórisstaða-Þyrnir, faðirinn er
fasmikill og fagur svo af ber.

Blessunarorð frá brjósti mér sendi
er folaldasnoppan, snerti mína hendi.
Hjálpaði ég henni, lífsandanum að ná
í ljósaskiptunum, þar sem hún lá.

Lukka frá Lyngbæ , nafnið skal vera
vænleik og vilja, hefur til að bera.
Bærilega báða, foreldrakosti hefur
háfætt og háreist og góðganginn gefur.

Gæðinga gjöful hún Yrja mín er
einnig þau, vil ég telja upp hér.
Hléð, Stíll og Héla, svo glæsileg að sjá
sammæðra systkin, sem Lukka litla á.

 

(Ógleymanleg stund sem ég átti þarna um nóttina ásamt minni eldri dóttur, Guðrúnu Lilju. Þarna vorum við tvennar mæðgur, ég og dóttir mín og Yrja yndislega hryssan mín, með sinni nýfæddu dóttir, sameinaðar, með gleði í hjörtum í undri náttúrunnar.) 

Lyngbærinn.

Í náttúrunni, í grænum lund
unum við með hesta og hund.
Haglega höfum, búið okkur ból
sem hlýju gefur og veitir skjól.

Undir fuglasöng, við þjóðbraut þvera
þrótt við finnum, hér viljum vera.
Með grösuga haga, allt um kring
Kollustein, tjarnir og fjallahring.

Í Þórisstaðalandi, staðurinn er
þar dansa má tangó og tína ber.
Bólið okkar bjarta, heiti fær
fagurt og farsælt, Lyngbær.

Mörgum árum, áður fyrr
sat við borð, dóttir kyrr.
Drátthög dró, Kolla á blaði
blómlegan bæ, með Birtu í hlaði.

Nafnið á bænum líka hún skráði,
sönnum framtíðar-fræjum þar sáði.
Því draumastaðurinn, hann er hér
og myndin fágæta, fundin er.
 

 

 

Máni og morgunsól

 

Í óendanleikanum, birtuna vefur

vonina vængjar og ljósið gefur.

Glitrandi máni og morgunsól,

samstillt mætast lífssins hjól.

 

 

Morgunstund.

Er birtir af degi, við morgunskímu
gott er að fara úr fleti sínu.
Sinar og vöðva, varlega teygja
toga í tærnar og líkamann sveigja.

Í liðamótum, brakar og brestur
gigtin hjá mér, er daglegur gestur
geispa og gapi, enn um stund
saman þá vakna, líkami og lund.

 

 

Mær og mynd

 

Mærin hin mjóa

mynd tók af Spóa

spratt þá upp Lóa

langt út í móa.

 

 

Nóttin

 

Nálgast nótt, verkefi hefur

huggun og hvíld þreyttum gefur.

þeim er þiggur hennar náð,

nema og nota guðdómleg ráð.

 

 

Næring.

Lífsnæringin í því felst,
öðlast sálarfriðinn helst.
Í honum felast lífsins gildi
gleði, ást og hugarmildi.


 

Orðin

 

Pára með penna

á óskrifað blað,

orðin um hugann renna.

Með suð í eyra

ég skrifa það,

sem ég fæ að heyra.

 

Hvaðan þau koma

veit ég ei,

en í höfði mínu óma.

Eins og eilífðin,

gefur frá sér tóna

og um himnasali hljóma

 

 

Sálarsólin

 

Sól sálar minnar

úr djúpi þagnarinnar

Þráir þaðan að rísa

og veginn heim að lýsa.

 

 

Sálin mín

 

, já hver er ég ?

af hverju er einhver þarna

innra með mér, sem truflar mig.

 

Einhver önnur ég,

hver er þá þessi hin ég ?

Af hverju veit hún svo margt,

en ég ekki, en samt veit ég.

 

Af hverju er þetta allt svona flókið,

en samt ekki ?

 

Ég finn að við erum smán

saman að samlagast.

Það er á einhvern einkennilegan

hátt, þó svo eðlilegt.

 

Ég er farin að skynja og skilja,

að hún þessi hin ég, er sálin mín.

 

 

Sonur minn

 

Frumburður fagur fæddist mér

með dökka lokka á kolli sér.

Dásemdar drengur, með augu blá

svo blíður og bjartur, unun að sjá.

 

Í September á sólríkum degi

dró lífsandann lítill eyjapeyji

endurvarpaði foreldranna ást

ávöxtur beggja þarna sást.

 

Síðla dags þann sama dag

drotting blóma sá sér hag

í haustblíðunni bar sín blóm

barnsfæðingunni gaf sinn hljóm.

 

Hvort um sig svo undra verð

vaxtarsprotar guðleg að gerð.

Gladíóla og gullinn drengur

Drottins líf, ljóssins strengur.

 

um ljóðið...

Þannig var að daginn sem sonur minn fæddist, fékk ég að vita, að síðar þann dag sprungu út gladíólurnar mínar heimavið húsvegg, en það voru mínir fyrstu vorlaukar sem ég hafði sett niður og fyrst svo langt var liðið á september átti ég ekki von á að þeir myndu blómsta.  

Og ég man enn hve mér þótti þetta meiriháttar yndislegar fréttir. Og beið spennt eftir að komast heim og sjá þá. Fannst einhvern vegin að náttúran væri að samfagna okkur með fæðingu sonarins. Davíð Freyr var hann síðan skírður.Sælan.
 

Ef ríður þú góðum gæðingi,
geta þín leysist úr læðingi.
Lyftast munt á æðri svið
og sálarsæla tekur við.

Ef andartakið þú grípur
upplifurðu sælu, sem aldrei þrýtur.
Á allan hátt, næmari verður
líkaminn er þannig gerður.

Veraldleg gæði gleymast þá
andans auð, vilt í ná.
Nálægðin nær tökum á þér
þegar tíminn, tímalaus er.

 

 

Tenging tær

 

Engan það meiðir,

er náttúran seiðir,

seint að kveldi,

könnun, það teldi.

 

Tilveru köll,

í koti og höll,

hörund strýkur,

svefni lýkur.

 

Löngun vaknar,

vegvís saknar,

sál og hjarta,

hyggju, bjarta.

 

Boðberans ómar,

óskinni til sómar,

sporbraut út gefur,

glampann nú hefur.

 

Hvetur til dáða,

dýrgripi báða,

blikið að njóta,

nálægð hljóta.

 

um ljóðið;

Er upplifun mín um tengingu sálar við æðri mátt

 

Til  þín og mín

 

Látið hljóma um víðann völl

Drottins orð í koti og höll.

Æðrist ekki, því dagurinn kemur

þar sem mannkyni í öllu semur.

 

Drottins orð þau tala tungum

sumum ljúfum, öðrum þungum.

Tekur til sín, hver sem getur

Sannleik allan og í lífsbók sína setur.

 

Lífið suma leikur hart

útlitið oft bæði kalt og svalt.

En lífsdansinn allan við dansa verðum

og læra þar af okkar gerðum.

 

Örlög okkar í hendi hefur

Höfugur Faðir, sem aldrei sefur.

Við dómarasætið þurfum að mæta

og lögmálum öllum Hans sæta.

 

 

 

Verkefnið.
 

Ef tekst þér að stilla þá strengi
sem beðið hafa eftir samhljómi lengi.
Þá munu allir þeir draumar rætast
sem þroski þinn og sál eftir sækjast.

Sál þín vill ljósi sínu skarta
sem býr í hjartanu þínu bjarta
Að birta Guðdóminn í sjálfum þér
er tilgangur þinn á jörðu hér.

Hver og einn gengur götu sína
sem ýmis er breið eða mjó lína.
Lýstu þeim sem á þurfa að halda
til hjálpar, frá myrkrinu kalda.

Fegurð í hugsun og gjörð
eflir frið í alheimi og á jörð.
Ef verkefni slíku vilt sinna
þá sorg og stríð mun linna.

 

 

Verndarengillinn

 

 

Ljóshærður engill,

hún leit til mín.

Með tímalausum,

tindrandi augum.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Blíðlega, hún strauk

minn augnahvarm.

Sem votur var af

tárum sálar minnar.

 

Sorgin svo mikil,

máttvana ég var.

Svo buguð og brotin,

sem líflaust skar.

 

Kyssti hún mig

síðan, létt á kinn

og ljúfleika

um mig vafði.

 

Hjarta mitt fylltist

af gleði og von.

Er friðinn og kærleikann

frá henni fann.

 

Á þeirri stund

er stóð, hún hjá mér.

Mildi og ástúð

bar með sér.

 

Sérstök sæla

um mig rann

og raunir allar hurfu.

 

Ég viss var um það

að engill hún var.

Send af himni,

hjálp til min bar.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Hún ætíð verður

nú, mér við hlið,

englamærin bjarta.

 

Vekur von

og veitir styrk,

lífsgleði í mitt hjarta.

 

 

Við vegginn.


Ljósin í bænum
tindra í takt
við trén,
sem sveigjast
og svigna
undan
vanga vindsins

í hviðunum kvín og
kveinkar sér strá
við vegginn,
sem vakir
og verndar
undan
vanga vindsins.

 

 

Vorið

 

Eftir vetur vaknar vor

vængjast af lífssins mætti.

Magnast bæði þrek og þor

þroskast að Skaparans þætti.

 


Yrja.

 

(frá Miðhúsum Hvolhreppi)


Hryssan mín gráa,
hún djásnið mitt er.
Dásemd er í heimi hér,
hana sitja fangreista og fráa.

Með leiftrandi lund
fer um græna grund.
Djúpa dali, sanda lága.
leikandi læki og fjallvegi háa

Fótviss hún stígur
á tölti hratt.
Tignarleg sem tígur
niður fjallið bratt.

Yrja hún heitir
þetta magnaða hross.
Þó lengi þú leitir
ei finnur slíkt hnoss.

Kraumandi kraft, ótrúleg geta
frelsi í faxi verður að meta
Í fjallaferðum nýtur hún sín
elskulega merin mín

Þegar sest er í hnakkinn,
þá reisist makkinn
Forustuhross, mikið í reið
henni liggur gatan greið

En á lokuðum velli, frelsini týnir
og bestu hliðarnar ekki sýnir.
Þá þarf hana að hemja
og stöðugt við að semja.

Minningarnar sem koma fram hér
saman streyma um hjarta mér.
Tengdar urðum órjúfa böndum
í faðmi frelsis, á fjöllum og söndum

Kolsvart folald með hvíta sokka
í tagli og faxi fallega lokka.
Leiftrandi ljúfleik bar með sér,
strax á þeim degi, er fæddist hún mér.En litur hennar breyttist brátt
frá svörtu yfir í grátt.
Galvösk ennþá, 17 vetra er,
hagaljómi hvar sem hún fer.

Móðurhlutverki að sér snéri,
og eignast hefur litla meri.
                                                  Litla dóttur, lítið djásn                                                      
dansadi lipur, til hennar sást.

 

(folaldið er Héla frá Miðhúsum)

 

 

Þér gefi.


Orðin þér gefi,
gleði og sefi,
stuðning og frið,
fræði og markmið.

Marki þín spor,
styrkji þitt þor,
þolgæðí og þraut,
á lífsins braut.

Bros þér gefi,
grát þinn sefi,
Sigur í hjarta,
hugsun bjarta. 

 

Þögnin.

Í vöggugjöf, þú mikið hlaust
leyndardóma , lífsins traust.
Njóta skalt því þagnar,
þá sálarþroskinn dafnar.

Ef heimsins glaumi, víkur frá,
frelsi og fegurð upplifir þá.
Í sjálfsíns, andartaksins tómi,
tendrast sálinni, sá ljómi.

 

 

Ömmustrákur

Líkt og fögur perla,
er döggin um stund.
Líkt og sólargeisli
sem léttir lund.
Líkt og augnablikið
sem líður hjá.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

Að skynja fegurð
í öllu sem er
Sælli maður er sá,
sem það sér.
Innst í hjörtum
allra það býr.
Kærleiksaflið,
sem öllu snýr.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

(ljóðið,kom til mín eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barnabarn, 

Skúla Frey, sem er aldarmótarbarn, fæddur í mars á því herrans ári 2000.)

 

Ömmustelpa.

20. ágúst 2þúsund og þrjú
komst í heiminn, litla þú
Þakka ég fyrir, elskan mín
að mega vera ein amman þín.

Við elskum þig, ömmurnar allar
og líka þínir ágætu, afa kallar.
Fyrsta barn, foreldra þinna
saman öll, til hamingju finna.

(ljóðið kom þegar annað barnabarnið fæddist, prinsessan Tanja Dögg)

 

 

 

Líkt og sólargeislar, sem létta lund ... eru litlu afleggjararnir okkar

 

 

höf: jóhanna s.r. ( josira)

 

 

Members Area

Recent Photos